Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður. Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri ráðhússins að Geislagötu 9. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða- og menningarmála hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is.
Fyrir tímabilið 2009-2010 hlutu Guðný Kristmannsdóttir myndlistarkona og Björn Þórarinsson tónlistarmaður starfslaun til að sinna list sinni í sex mánuði hvort.