Forvalsgögn eru á ensku og samskipti á forvalstíma mega vera á ensku, dönsku, sænsku eða norsku, auk íslensku. Útboðsgögn verða á íslensku og öll samskipti á útboðs- og samningstíma verða á íslensku. Forvalið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Skila skal útfylltum forvalsgögnum í lokuðu umslagi til Vegagerðarinnar Borgartúni 7 í síðasta lagi þriðjudaginn 3. maí nk.