10. maí, 2010 - 12:51
Fréttir
Fjórði atvinnumálafundur Samherja verður haldinn á Hótel KEA á morgun, þriðjudaginn 11. maí kl. 8.15. Að þessu sinni verður
fjallað um fiskeldi og markaðsmál. Jón Kjartan Jónsson framkvæmdastjóri fiskeldis Samherja og Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri
Ice Fresh Seafood, gefa fundargestum yfirlit yfir starfsemina hvor á sínu sviði.
Tekið verður á móti fyrirspurnum úr sal að loknum framsögum. Fundarstjóri er Gunnar Larsen framkvæmdastjóri Kælismiðjunnar
Frost. Boðið verður upp á morgunverð.