Félagsstarfið var að mörgu leyti óvenjulegt á árinu og markaðist mjög af óvenjulegu og afar erfiðu árferði. Fyrir einbeitta framgöngu ASÍ tókst að knýja vinnuveitendur til að standa við í megin atriðum kjarasamninga sem voru undirritaðir í febrúar 2008 og þar með að forða landinu frá algerri upplausn, segir í tilkynningu frá félaginu. Á síðasta ári tók félagið í notkun aðra íbúð í Ljósheimum 10 og eiga hana að hálfu á móti Félagi bókagerðarmanna. Félagið keypti einnig nýtt húsnæði, samtals 226,5 m2, sem það innréttaði og leigði Verkmenntaskólanum á Akureyri. Skólinn notar það við kennslu fyrir nema í bifvélavirkjun og e.t.v. fleiri iðngreinum, en bifvélavirkjun hefur ekki verið hægt að læra nema í Reykjavík sl. 15. ár. Vonandi verður þetta til hagsbóta fyrir alla þá sem vilja nema bílaviðgerðir og styrkja rekstur bílaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni. Samkomulag er við Verkmenntaskólans um að öll endurmenntun félagsmanna fari eftirleiðis fram í húsakynnum skólans og í hinu nýja húsnæði félagsins. Því var kennslutækjum félagsins, sem voru í eldra kennsluhúsnæði þess, komið fyrir að mestu leyti í húsnæði skólans. Þá færði félagið skólanum að gjöf kr. 530.000 í tilefni af 25 ára afmæli skólans árið 2009. Vonandi er þetta upphaf að enn frekara samstarfi, sem alltaf hefur verið gott, milli félagsins og skólans um málefni félagsmannanna. Á árinu var samþykkt metnaðarfull stefnumörkun fyrir félagið og verður það verkefni næstu missera að koma henni í framkvæmd., segir ennfremur í tilkynningu félagsins.
Aðrir í stjórn eru: Brynjólfur Jónsson varaformaður, Finnbogi Jónsson ritari, Eyþór Jónsson gjaldkeri og meðstjórnendurnir Arnar Óskarsson, Arnþór Örlygsson og Jóhann Sigurðsson.