Átta smit af Covid-19 veirunni hafa verið staðfest á Norðurlandi eystra. Þá eru 356 í sóttkví á svæðinu. Smitin á landinu öllu eru orðin 648 og alls eru 8205 í sóttkví.
Fyrsta Íslendingurinn lést í gær af völdum kórónuveirunnar en liðlega sjötug kona lést á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Hún hafði glímt við langvarandi veikindi.