Átta aðilar vilja taka þátt í hönnun og framleiðslu á húsgögnum í Hof

Átta aðilar sýndu því áhuga að starfa með Fasteignum Akureyrarbæjar að heildarlausn í hönnun og framleiðslu á húsgögnum og búnaði í ýmis rými í Hofi menningarhúsi en skilyrði er að þátttakendur bjóði íslenska hönnun og framleiðslu. Rætt verður frekar við þá aðila sem svöruðu áður en frestur rann út og næstu skref ákveðin í kjölfarið.  

Hjá Fasteignum Akureyrarbæjar var ánægja með að svo margir aðilar hafi sýnt málinu og geti boðið upp á íslenska hönnun og framleiðslu. Einnig hefur verið efnt til samkeppni um lýsingu í forsal hússins og þá hefur rekstur veitingahúss og veitingaþjónustu í Hofi verið boðinn út, eins og fram hefur komið.

Nýjast