Landsvirkjun og gagnaver atNorth á Akureyri hafa samið um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs. Samningurinn er til fimm ára og þar sem atNorth kaupir einnig upprunaábyrgðir flokkast samningurinn sem grænn raforkusamningur.
Vegna takmarkana í flutningskerfi raforku er orkuframboð á Norðurlandi meira en sunnanlands og því hægt að gera langtímasamninga um forgangsorku við fyrirtæki í þeim landshluta.
atNorth hefur verið viðskiptavinur Landsvirkjunar um árabil, en hér á landi rekur fyrirtækið einnig gagnaver í Hafnarfirði og Reykjanesbæ sem og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Fyrir tveimur árum gerðu atNorth og Landsvirkjun allt að 5 MW forgangsorkusamning samhliða því að atNorth hóf rekstur á Akureyri. Nýr samningur felur í sér viðbótarmagn og lengir samningstímann, en gagnaverið mun alls hafa 12 MW til umráða frá Landsvirkjun fyrir starfsemi sína á Akureyri.
Gervigreind og gagnageymsla
Gagnaverin hafa umbreytt starfsemi sinni undanfarið. Megináherslan er nú á gervigreind og þjónustu við viðskiptavini sem þurfa gagnageymslu og mikla reiknigetu. Þessi umbreyting gagnaveranna er í takt við stefnu Landsvirkjunar um að styðja við stafræna vegferð samfélagsins.
Tækniframfarir og vaxandi þörf fyrir stafræna innviði gera gagnaversstarfsemi að spennandi atvinnugrein sem vænst er að muni vaxa margfalt á við aðra geira á næstu árum. Íslensk gagnaver hafa samið við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir, t.d. á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni.
Gagnaverin hýsa nær alla stafræna innviði Íslands. Allar vefsíður og smáforrit eru hýst í gagnaverum og flestir Íslendingar nota því gagnaver á hverjum degi.
Tinna Traustadóttir framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun:
„Gervigreind og öflugur gagnaversiðnaður getur haft mikla þýðingu fyrir alþjóðlega samkeppnishæfni Íslands. Kapphlaupið er hafið og þjóðir heims reyna nú að laða tækifæri til sín í þróun, vinnslu og hagnýtingu gervigreindar. Nýr raforkusamningur við gagnaver atNorth á Akureyri er gott skref í uppbyggingu þessa mikilvæga framtíðariðnaðar hér á landi.“
Október er mánuður Bleiku slaufunnar, sem er árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Segja má að átakið hafi náð hápunkti í dag, miðvikudaginn 22. október með Bleika deginum.
Ungir og efnilegir Akureyringar eru víða og í mörgum greinum atvinnulífsins. Einn þeirra er Kári Þór Barry, fatahönnuður og textílkennari við Brekkuskóla.
Dansvídeóhátíðin Boreal hefst í Listasafninu á Akureyri föstudagskvöldið 24. október kl. 20. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin og fara sýningarnar fram í Listasafninu, Mjólkurbúðinni, Deiglunni og Kaktus. Allir viðburðir eru opnir gestum að kostnaðarlausu og dagskrána má nálgast á samfélagsmiðlum og heimasíðum Boreal og Listasafnsins.
„Þegar við horfum á þetta glæsilega mannvirki skulum við minnast þess að Krummakot er áþreifanleg sönnun þess sem við getum áorkað þegar við vinnum saman að sameiginlegu markmiði. Hann er fjárfesting í framtíð barnanna okkar og þar með framtíð samfélagsins alls,“ sagði Erna Káradóttir leikskólastjóri á Krummakoti í Eyjafjarðarsveit sem tekin var formlega í notkun á dögunum. Krummakot varð 38 ára í liðnum mánuði.
Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar og málshefjandi sagði í samtali við vikublaðið að næturhiminninn væri náttúruleg, menningarleg og söguleg auðlind sem þurfi að vernda og nýta.
„Okkur fannst vinnan við ferðaskrifstofuna skemmtilegt og áhugavert verkefni,“ skrifa þeir Johan Jörundur Rask í 6. bekk og Patrekur Ingólfsson, 9. bekk Hríseyjarskóla, en nemendur í 6.-9. bekk skólans bjuggu til ferðaskrifstofu á dögunum í tengslum við þema sem var sjálfbærni og landafræði. Einnig héldu þeir nafna- og merkjasamkeppni.
Í vikunni eftir að Hringborð Norðurslóða (e. Arctic Circle Assembly) fer fram í Reykjavík dagana 16.–18. október verður 18. málþingið um heimskautarétt haldið í Nuuk á Grænlandi 22.–24. október. Málþingið er skipulagt af Háskólanum á Akureyri og Ilisimatusarfik (Háskólanum á Grænlandi).