Landsvirkjun og gagnaver atNorth á Akureyri hafa samið um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs. Samningurinn er til fimm ára og þar sem atNorth kaupir einnig upprunaábyrgðir flokkast samningurinn sem grænn raforkusamningur.
Vegna takmarkana í flutningskerfi raforku er orkuframboð á Norðurlandi meira en sunnanlands og því hægt að gera langtímasamninga um forgangsorku við fyrirtæki í þeim landshluta.
atNorth hefur verið viðskiptavinur Landsvirkjunar um árabil, en hér á landi rekur fyrirtækið einnig gagnaver í Hafnarfirði og Reykjanesbæ sem og í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Fyrir tveimur árum gerðu atNorth og Landsvirkjun allt að 5 MW forgangsorkusamning samhliða því að atNorth hóf rekstur á Akureyri. Nýr samningur felur í sér viðbótarmagn og lengir samningstímann, en gagnaverið mun alls hafa 12 MW til umráða frá Landsvirkjun fyrir starfsemi sína á Akureyri.
Gervigreind og gagnageymsla
Gagnaverin hafa umbreytt starfsemi sinni undanfarið. Megináherslan er nú á gervigreind og þjónustu við viðskiptavini sem þurfa gagnageymslu og mikla reiknigetu. Þessi umbreyting gagnaveranna er í takt við stefnu Landsvirkjunar um að styðja við stafræna vegferð samfélagsins.
Tækniframfarir og vaxandi þörf fyrir stafræna innviði gera gagnaversstarfsemi að spennandi atvinnugrein sem vænst er að muni vaxa margfalt á við aðra geira á næstu árum. Íslensk gagnaver hafa samið við stór alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir, t.d. á sviði loftslagsrannsókna, fjármálaútreikninga, bílahönnunar og erfða- og líftækni.
Gagnaverin hýsa nær alla stafræna innviði Íslands. Allar vefsíður og smáforrit eru hýst í gagnaverum og flestir Íslendingar nota því gagnaver á hverjum degi.
Tinna Traustadóttir framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun:
„Gervigreind og öflugur gagnaversiðnaður getur haft mikla þýðingu fyrir alþjóðlega samkeppnishæfni Íslands. Kapphlaupið er hafið og þjóðir heims reyna nú að laða tækifæri til sín í þróun, vinnslu og hagnýtingu gervigreindar. Nýr raforkusamningur við gagnaver atNorth á Akureyri er gott skref í uppbyggingu þessa mikilvæga framtíðariðnaðar hér á landi.“
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifaði pistil og póstaði á Facebook nú síðdegis, hann gaf góðfuslegt leyfi til birtingar á vef Vikublaðsins.
Það vakti upp blendnar tilfinningar að endurreisn Niceair stæði fyrir dyrum.
Aðilar í Þýskalandi hafa verið með í undirbúningi flugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Samkvæmt heimildum vefsins er ætlunin að fljúga á fimmtudögum og sunnudögum og að fyrsta flug verði í febrúar n.k.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur verið falið að taka við rekstri hjúkrunarheimilisins Hornbrekku á Ólafsfirði í Fjallabyggð, í kjölfar uppsagnar Fjallabyggðar á samningi um rekstur heimilisins. Áætlað er að HSN taki við rekstrinum í síðasta lagi 1. apríl 2026.
Í Háskólanum á Akureyri eru yfir hundrað viðburðir á ári hverju. Þeir eru fjölbreyttir og eru í formi ráðstefna, opinna daga, brautskráninga og málþinga svo eitthvað sé nefnt.
Búið er að gangsetja rafrænt lyfjafyrirmæla- og lyfjaskráningarkerfi, Therapy, á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri (BMT). Tilgangur þess er að bæta lyfjaöryggi sjúklinga og gera lyfjaskráningu skilvirkari þannig að lyf ávísuð í Therapy fylgi sjúklingi, óháð deildinni sem hann er á. Þessum áfanga var skiljanlega fagnað á bráðamóttökunni í með góðum kaffitíma.
Umhverfis-og mannvirkjaráð Akureyrar hefur samþykkt fyrir sitt leyti samning sem lagður var fram á fundi ráðsins á dögunum um afnot af landi til reksturs sleðabrautar á milli Hlíðarfjalls og Hálanda.