26. febrúar, 2010 - 14:30
Fréttir
Á fundi skipulagsnefndar Akureryar í vikunni var tekið fyrir erindi frá Atlantsolíu, þar sem sótt er um leyfi til að reisa
sjálfsafgreiðslubensínstöð á austurlóð SMI ehf. á Gleráreyrum 1. Skipulagsnefnd telur innsenda tillögu ekki ásættanlega
m.t.t. umferðarflæðis innan lóðarinnar og hafnaði því tillögunni.
Nefndin heimilar umsækjanda að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir annarri staðsetningu
sjálfsafgreiðslubensínstöðvarinnar sunnar á lóðinni, í samráði við skipulagsstjóra og umræður á
fundinum. Atlantsolía rekur eina sjálfsafgreiðslubensínstöð á Akureyri, við Baldursnes.