Atlantsolía opnar bensínstöð

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri opnaði formlega í dag nýja bensínstöð Atlantsolíu á Akureyri. Stöðin er sú fyrsta sem fyrirtækið opnar fyrir utan Stórreykjavíkursvæðið og jafnframt sú tíunda í röðinni. Hún  er staðsett skammt sunnan við stórverslun Byko. Aðeins eru rúmir þrír mánuðir frá því framkvæmdir við byggingu stöðvarinnar hófust en um er að ræða sjálfsafgreiðslustöð. Albert Þór Magnússon framkvæmdastjóri Atlantsolíu sagði að fyrirtækið muni bjóða upp á eldsneyti á einfaldan hátt og á hagkvæmu verði. Innkoma fyrirtækisins hefur þegar skapað aukna samkeppni á Akureyri en nýlega lauk einn af samkeppnisaðilum Atlantsolíu við að breyta þjónustustöð sinni í sjálfsafgreiðslustöð.

Nýjast