Talning atkvæða í atkvæðagreiðslu um sáttatillögu ríkissáttasemjara á almenna markaðinum er hafin. Kjörfundi lauk í gær. Hjá Einingu-Iðju var kosið á sjö stöðum, þ.e. Akureyri, Dalvíkurbyggð, Ólafsfirði, Siglufirði, Hrísey, Grenivík og Grímsey. Úrslit á að tilkynna Ríkissáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins fyrir hádegi á morgun.