22. mars, 2011 - 10:59
Fréttir
Í gær var haldinn fundur í samninganefnd Einingar-Iðju. Þar fór Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, yfir það sem
er að gerast í kjarasamningum og eins það sem ekki er að gerast, í góðum fyrirlestri um stöðuna sem uppi er í samningamálum. Einnig
var samþykkt samhljóða að fram fari atkvæðagreiðsla um verfallsboðun meðal starfsmanna í vaktavinnu hjá Becromal, en á fundinum var
tekin fyrir tillaga um slíkt frá samninganefnd félagsins við Becromal.
Síðastliðinn föstudag slitnaði upp úr viðræðum við Becromal en þá var búið að halda átta fundi í deilunni
hjá ríkissáttasemjara. Áður en deilan fór þangað var búið að halda fjölmarga árangurslausa fundi heima í
héraði. Í dag fara fram kynningarfundir með starfsmönnum Becromal um stöðuna og á miðvikudag og fimmtudag fer fram kosning um verkfallsboðun
meðal starfsmanna í vaktavinnu hjá Becromal, segir á vef Einingar-Iðju.