Átján luku námi sem leiðsögumenn

Hópurinn sem útskrifaðist frá Símenntun.
Hópurinn sem útskrifaðist frá Símenntun.

Símenntun útskrifaði 18 leiðsögumenn sl. helgi en þetta er í þriðja sinn sem Símenntun útskrifar landsleiðsögumenn. Í tilkynningu segir að markmið námsins sé að það sé hagnýtt og taki mið af margvíslegum þörfum ferðaþjónustunnar því er námið bæði víðfemt og fjölbreytt.

„Mikilvægur hluti námsins eru æfingaferðir út frá Akureyri og í lok námsins er farin hringferð um landið og höfum við verið í farsælu samstarfi við SBA-Norðurleið í þessum ferðum,“ segir í tilkynningu. Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur hlaut Renate Kienbacher.


Nýjast