Átján kaupsamningum þinglýst í desember

Aðeins 18 kaupsamningum fasteigna var þinglýst á Akureyri í síðasta mánuði og þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að finna mánuð þar sem jafn fáum kaupsamningum hefur verið þinglýst á einum mánuði.

Samningarnir 18 skiptust þannig að 11 voru um eignir í fjölbýli, 3 um eignir í sérbýli og 4 samningar voru vegna annarra eigna en íbúðarhúsnæðis. Velta var 398 milljónir króna eða 22,1 milljón að meðaltali. Til samanburðar má geta þess að í desember árið 2005 var 67 kaupsamningum þinglýst og 95 í sama mánuði árið 2004. Upplýsingar á vefsíðu Fasteignamats ríkisins ná aftur til nóvembermánaðar árið 2002 og á þessum tíma er aldrei að finna mánuð þar sem færri eignum hefur verið þinglýst í einum mánuði á Akureyri en í síðasta mánuði.

Á tímabilinu 12. janúar til og með 18. janúar 2007 var 2 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af var einn samningur um eignir í fjölbýli og einn samningur um sérbýli. Heildarveltan var 64 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,9 milljónir króna.

Nýjast