Jafnframt eignast Sigurður Gestsson, sem hefur til fjölda ára rekið Vaxtarræktina í kjallara Íþróttahallarinnar, fjórðungshlut í Átaki heilsurækt á móti núverandi eigendum. Vaxtarræktin hættir starfsemi í núverandi húsnæði og verður hluti af rekstri Átaks heilsuræktar í hinu nýja líkamsræktarhúsi. Húseignin við Skólastíg 4 er keypt með fyrirvara um samþykki Akureyrarbæjar, sem á forkaupsrétt að húsinu. Ekki er komið nafn á hina nýju líkamsræktarstöð við Skólastíg, sem eins og fyrr segir verður að óbreyttu opnuð í síðari hluta janúarmánaðar. Starfsemi Átaks heilsuræktar við Strandgötu verður með svipuðu sniði áfram, en rekstur hennar hefur gengið vel. Blæbrigðamunur verður á rekstri stöðvanna og verða aðgangskort í nýju stöðinni við Skólastíg á lægra verði en í Átaki við Strandgötu.