Átak gegn heimilisofbeldi
Í dag var undirrituð samstarfsyfirlýsing Akureyrarbæjar og embættis lögreglustjórans á Norðurlandi eystra um átak gegn heimilisofbeldi. Yfirlýsinguna undirrituðu Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra.
Yfirlýsingin er svohljóðandi:
Félagsmálaráð og bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar samþykktu á fundum sínum 12. desember 2014 og 18. febrúar 2015 að Akureyrarbær beiti sér fyrir átaki gegn heimilisofbeldi í samvinnu við lögregluna á Norðurlandi eystra. Um nánari útfærslu er vísað til samstarfs lögreglunnar og fjölskyldudeildar um átaksverkefni gegn heimilisofbeldi.
Verkefnið hefst 1. mars 2015 og er gert ráð fyrir því að það standi í eitt ár og að árangur verði metinn að því loknu.
Akureyrarbær og embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra munu vinna saman að þessu verkefni í samráði við hagsmunasamtök og aðra sem geta lagt verkefninu lið.