28. febrúar, 2007 - 10:07
Fréttir
Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar hefur hafnað beiðni heilsuræktarinnar Átaks ehf. um áfengisveitingaleyfi. Ráðið sagði í afgreiðslu sinni m.a. að starfsemi líkamsræktarstöðvar og áfngisveitingaleyfi fari ekki saman og beindi því til Átaks að falla frá hugmyndum sínum um áfengisveitingastað. ,,Líkamsræktarstöðvar eiga að vera ímynd heilsueflingar í víðum skilningi og leita m.a. markaðar hjá ungu fólki. Með áfengisveitingastað er þessari ímynd raskað og skapað fordæmi, ekki síst í ljósi þess að unglingar allt niður í 14 ára aldur geta sótt staðina" sagði í bókun ráðsins.