Ástríðan

Tryggvi Gunnarsson.
Tryggvi Gunnarsson.

„Ég er stoltur að fá að starfa með fólki sem hefur það eitt að leiðarljósi að gera bæinn okkar betri. Margar ákvarðanir á líðandi kjörtímabili fylla brjóst mitt að stolti. Glerárdalur gerður að fólkvangi , hjóla og göngustígagerð hefur verið til fyrirmyndar , ný menningarstefna , ný atvinnustefna , gervigrasvöllur á KA svæði , ný félagsaðstaða fyrir Hestamannafélagið Léttir , uppbyggingasamningur við Bílaklúbb Akureyrar , nýir rekstrasamningar við íþróttafélögin í bænum , uppbyggingarsamningur við  Nökkva og Skátafélagið Klakk  , Dalsbraut , aukið fé í félagsmiðstöðvar bæjarins , nýtt miðbæjarskipulag  og  virkjun á Glerárdal. Þetta er aðeins brot að því sem gerir mig stoltan,“ skrifar Tryggvi Gunnarsson í aðsendri grein í Vikudag.

Tryggvi skipar 4. sæti á lista L-listans á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Lesa greinina

Nýjast