17. júní, 2007 - 09:55
Fréttir
Varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri tjáði vikudegi.is fyrir skömmu að nóttin í nótt hafi verið skárri en nóttin þar áður, en þó hafi verið nóg að gera. Hann sagði að ölvunin og óspektirnar hafi verið meiri í miðbænum í nótt en mest gekk hinsvegar á við tjaldsvæðið að Hömrum í fyrrinótt. Þótt rólegra hafi verið í nótt en í fyrrinótt komu upp 5 líkamsárásarmál og fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Tíu voru í gistingu í fangaklefum í nótt og lögreglan hafði í mörg horn að líta.