Ástand skólamannvirkja skoðað

Brekkuskóli.
Brekkuskóli.

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að leitað verði til óháðra aðila til þess að gera úttekt á loftgæðum og hugsanlegri myglu innan skólamannvirkja Akureyrarbæjar. Byrjað verði á að skoða húsnæði Oddeyrarskóla og Brekkuskóla. Áætlaður kostnaður við úttektina á þessum tveimur mannvirkjum er um 3 milljónir króna.

Andri Teitsson, formaður umhverfis-og mannvirkjaráðs, segir að skólahúsnæði á Akureyri séu almennt í góðu standi. „Hins vegar í framhaldi af þeim stóru og erfiðu málum sem hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu, þá þótti okkur ástæða til að taka málin enn fastari tökum hér á Akureyri,“ segir Andri.

 


Nýjast