Ástæða til að hafa áhyggjur

"Það er full ástæða er til að hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem nýjustu tillögur ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum muni hafa á starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja og annarrar atvinnustarfsemi sem þjónustar þá atvinnugrein. Aflahlutdeildir eru skertar í þorski, ýsu, ufsa og steinbít um 6-10% og gera á upptækar rúm 5% heimilda í öðrum tegundum. Færa á arðinn af atvinnugreininni frá landsbyggðinni til pólitískrar úthlutunar í stjórnarráðinu auk þess sem breyta á fiskveiðistjórnunarkerfinu í skattheimtukerfi. Með almennu og sérstöku veiðigjaldi sem langt verðu á er ráðgert að taka til ríkissjóðsins rúm 70% af hagnðai sjávarútvegsins." Þetta segeir Kristján Þór Júlíusson þingmaður Norðaustur kjördæmis og annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

"Það sjá það allir sem eitthvað þekkja til þess hvernig starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja er uppbyggð og hver áhrif umsvifa þeirra eru á aðra starfsemi svo sem á rekstur þjónustugreina í iðnaði og ferðaþjónustu svo ekki sé talað um stuðning við ýmiskonar menningar og íþróttastarfsemi í heimabyggð. Algerlega morgunljóst er að fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarflokkanna draga úr getu þessara fyrirtækja til þess að skapa umsvif í heimahögum sínum.Þess í stað munu þær sjúga fjármuni af flestum svæðum landsbyggðar inn í ríkishítina með ófyrirsjáanlegum áhrifum á búsetuskilyrði þar," segir Kristján.

Kristján segir hugmyndir um ráðstöfun tekna af svokölluðum leigugjöldum eru algerlega óútfærðar en miðað er við að sjávarútvegsráðherra eigi að fá heimild til að ráðstafa þeim að eigin geðþótta skv. reglugerð þó með þeim leiðbeiningum að ríkið á að fá 40%, sveitarfélögin 40% og 20 % eiga að renna í einhvern sjóð sem kallaður er markaðs og þróunarsjóður. Áætlaðar tekjur af þessum hluta séu til muna lægri en veiðigjaldið sjálft sem renna eigi beint í ríkissjóðinn.

Nýjast