Ásdís með stórleik í sigri KA/Þórs

KA/Þór vann þriggja marka sigur gegn HK, 32:29, er liðin mættust í KA- heimilinu í N1- deild kvenna í handbolta í kvöld. Norðanstúlkur höfðu sjö marka forystu í hálfleik, 17:10.

Ásdís Sigurðardóttir átti stórleik fyrir KA/Þór og skoraði 10 mörk í leiknum. Arna Valgerður Erlingsdóttir skoraði 9 mörk, Inga Dís Sigurðardóttir og Martha Hermannsdóttir 4 mörk hver, Unnur Ómarsdóttir 3 mörk og Emma Sardarsdóttir 2 mörk. Í liði HK var Lilja Lind Pálsdóttir markahæst með 9 mörk og Elín Anna Baldursdóttir skoraði 8 mörk.

Eftir sigurinn er KA/Þór komið með níu stig í sjöunda sæti deildarinnar, en HK situr í næstneðsta sæti með fimm stig. 

Nýjast