Ársþing ÍBA á morgun

Ársþing Íþróttabandalags Akureyrar, ÍBA, hið 59. í röðinni, fer fram á Hótel KEA á morgun miðvikudaginn 14. apríl og hefst það kl. 18.00. Öll félög á Akureyri sem hafa íþróttir að megin markmiði eiga rétt á að gerast aðilar að ÍBA, enda fullnægi þau þeim skilyrðum sem á hverjum tíma gilda í lögum ÍBA og ÍSÍ.  

Hvert bandalagsfélag hefur jafnframt rétt á að senda fulltrúa á þing ÍBA. Skal tala fulltrúa miðuð við fjölda félagsmanna samkvæmt síðustu árskýrslu. Stærstu félögin, með yfir 700 félagsmenn geta sent sjö fulltrúa á ársþingið.

Nýjast