Handboltakappinn Árni Þór Sigtryggsson gerði í dag eins árs samning við þýska úrvalsdeildarfélagið TSV Dormagen. Árni, sem er 25 ára, hefur leikið með Akureyri sl. tvö tímabil en mun nú spreyta sig í sterkustu handknattleiksdeild heims. Árni hefur áður leikið erlendis en hann lék með BM Granollers á Spáni tímabilið 2007-2008 áður en hann kom til Akureyrar. Frá þessu er greint á vef Akureyrar Handboltafélags.
Þar með hafa þrír leikmenn Akureyrar sagt skilið við félagið, en áður höfðu þeir Hörður Flóki Ólafsson og Jónatan Þór Magnússon yfirgefið félagið.