Fyrirliði meistaraflokks KA, Arnar Már Guðjónsson, hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir félagsins og ganga til liðs við ÍA á nýjan leik.
Arnar, sem er uppalinn Skagamaður, kom til KA haustið 2007 og hefur leikið veigamikið hlutverk á miðri miðju liðsins undanfarin tvö tímabil í 1. deildinni. Mun það vera vegna fjölskylduaðstæðna að Arnar yfirgefur KA, er segir á vefnum fotbolti.net.