Arna Sif með tvö mörk í sigri Íslands

Arna Sif Ásgrímsdóttir, leikmaður Þórs/KA, skoraði tvívegis í 5-0 sigri Íslands á Rúmeníu en leikurinn fór fram í Portúgal fyrr í kvöld. Leikurinn var síðasti leikur Íslands í undanriðli EM U19 ára landsliða kvenna í knattspyrnu. Með sigrinum komst Ísland áfram í milliriðla keppninnar.

Kristín Erna Sigurlásdóttir skoraði tvívegis fyrir Ísland í leiknum og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt mark. Þegar komið var fram í uppbótartíma var komið að þætti Örnu Sifjar sem skoraði tvö mörk á tveggja mínútna kafla og rak endahnút á stórsigur íslenska liðsins. 

Silvía Rán Sigurðardóttir, Þór/KA, var fyrirliði Íslands í leiknum.

Nýjast