Arna og Silvía fara með U19 ára landsliðinu til Rússlands

Þær Silvía Rán Sigurðardóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir, knattspyrnukonur úr Þór/KA, voru báðar valdar í U19 ára landsliðshóp kvenna í knattspyrnu sem leikur í milliriðli EM í Sochi í Rússslandi í lok mánaðarins. Fyrsti leikur Íslands verður gegn Spánverjum þann 27. mars. Einnig eru heimamenn Rússar og Tékkar í riðli með íslenska liðinu. Sigurvegari riðilsins kemst beint í úrslitskeppnina.

Þá var Rakel Hönnudóttir, Þór/KA, valinn í A- landsliðið fyrir leikina gegn Serbíu og Króatíu í undankeppni HM sem fram fara í lok mánaðarins.

Nýjast