Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári. Alls stunduðu sextíu og fjórir nemendur nám í dagdeildum skólans og af þeim munu tuttugu og átta brautskrást frá skólanum að þessu sinni. Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barnanámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri sýningardagana. Heimasíða skólans: http://www.myndak.is/