Árleg handverksýning félagsstarfs eldri borgara

Hin árlega handverksýning félagsstarfs eldri borgara í Víðilundi 22 á Akureyri hefst á morgun laugardaginn 15. maí og stendur til miðvikudagsins 19. maí. Sýningin er glæsileg að vanda og marga dýrgripi er þar að finna þar sem hugur, hjarta og hendur standa á bak við. Það skemmtilega við þessar sýningar er að áherslur breytast milli ára sem getur spilast af því hverjir sækja starfið hverju sinni.  

Að þessu sinni er mikið um gamalt handverk, s.s. svartsaumur, harðangur og klaustur og forníslenskur saumur sem er ekki algengt að sjá í dag í bland við annað handverk sem alltaf er vinsælt.  Að venju verður markaður, ásamt köku-og kaffisölu  alla sýningardagana frá kl. 13:00-16:00
Sýningin stendur nú yfir í fimm daga og er opin frá kl. 13:00-17:00.  

Nýjast