12. mars, 2007 - 16:20
Fréttir
Samfélagslegur ábati af lagningu vegar yfir Kjöl er 5,6 milljarðar króna. Ef vegalagningin á sér stað á samdráttarskeiði verður ábatinn enn meiri eða tæpir 6 milljarðar króna. Þetta kemur fram í mati Rannsókna- og þróunarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri á þjóðhagslegri arðsemi og samfélagslegum áhrifum á lagningu vegarins. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að framkvæmdin er mjög arðbær og fellur vel að byggðaáætlun og samgönguáætlun stjórnvalda. Þær leiða einnig í ljós fækkun umferðarslysa, jákvæð áhrif á ferðaþjónustu og bætta samkeppnisstöðu fyrirtækja. Þetta kom fram á blaðamannafundi fyrir stundu, þar sem Jón Þorvaldur Heiðarsson frá RHA fór hefur helstu niðurstöður. Skýrslunar eru birtar á heimasíðu Norðurvegar ehf;
http://www.nordurvegur.is/ og eru þar öllum aðgengilegar.
Með lagningu heilsársvegar yfir Kjöl mun vegalengdin milli Akureyrar og Reykjavíkur styttast um tæpa 50 km, vegalengdin milli Akureyrar og Selfoss um rúma 140 km og Akureyrar og Gullfoss um 280 km.