Arðbærustu flugvellirnir eru á Egisstöðum og Akureyri

Akureyrarflugvöllur/mynd karl eskil
Akureyrarflugvöllur/mynd karl eskil

Fjórir flugvellir og flugleiðir eru þjóðhalgslega hagkvæmir/ar, samkvæmt skýrslu um félagshagfræðilegrar greiningar á  áætlunarflugi innanlands.  Arðbærasti flugvöllurinn og flugleiðin er Egilsstaðaflugvöllur. Þjóðhagslegur ábati af flugi á  þann völl nemur tæpum 52 milljörðum króna á tímabilinu 2013-2053. Þjóðhagslegur ábati af flugi um Akureyrarflugvöll á þessu tímabili er 24,2 milljarðar króna.

Ásta Þorleifsdóttir og Vilhjálmur Hilmarsson starfsmenn innanríkisráðuneytisins unnu skýrsluna  og félagshagfræðilega úttekt í samráði við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Mannvit  verkfræðistofu.

Eins og fyrr segir eru fjórir  flugvellir og flugleiðir eru þjóðhagslega hagkvæmir/ar:

Egilsstaðaflugvöllur og flugleiðin Egilsstaðir – Reykjavík.

Akureyrarflugvöllur og flugleiðin Akureyri – Reykjavík.

Ísafjarðarflugvöllur og flugleiðin Ísafjörður – Reykjavík.

Húsavíkurflugvöllur og flugleiðin Húsavík – Reykjavík.

Tveir flugvellir eru hagkvæmir en eru þó rétt við núllið:

Bíldudalsflugvöllur og flugleiðin Bíldudalur – Reykjavík.

Grímseyjarflugvöllur og flugleiðin Grímsey – Akureyri.

Aðrir flugvellir og flugleiðir eru þjóðhagslega óhagkvæmir/ar:

Hornafjarðarflugvöllur og flugleiðin Hornafjörður - Reykjavík.

Vestmannaeyjaflugvöllur og flugleiðin Vestmannaeyjar – Reykjavík.

Þórshafnarflugvöllur og flugleiðin Þórshöfn – Akureyri.

Vopnafjarðarflugvöllur og flugleiðin Vopnafjörður – Akureyri.

Gjögurflugvöllur og flugleiðin Gjögur – Reykjavík.

Skýrslan í heild sinni

 

 


Nýjast