Áramótabrennur á Akureyri og nágrenni

Árleg áramótabrenna á Akureyri verður á sínum stað við Réttarhvamm á gamlárskvöld og þar verður einnig flugeldasýning. Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar sér um brennuna og björgunarsveitin Súlur stendur fyrir flugeldasýningunni í boði Norðurorku og fleiri fyrirtækja.

Að venju má búast má við mikilli umferð við Réttarhvamm á gamlárskvöld og því er mælt með því að fólk leggi tímanlega af stað til að njóta brennunnar og flugeldanna. Einnig mætti hugsa sér að fara þetta fótgangandi ef fólk býr í hverfunum næst Réttarhvammi.
 
Í Hrísey verður kveikt í áramótabrennunni kl. 17 á gamlársdag í námunni fyrir austan Stekkjanef. Áramótabrennan í Grímsey verður kl. 20 við norðurendann á tjörninni og þar verður flugeldasýning í boði kvenfélagsins Baugs og Kiwanisklúbbsins Gríms.
Venju samkvæmt verur áramótafagnaður haldinn á vetingastaðnum Kríunni í Grímsey og hefst eftir miðnætti.
 

Nýjast