Annasöm nótt á Akureyri

Leiðindarverður er um mest allt land. Mynd/Þröstur Ernir
Leiðindarverður er um mest allt land. Mynd/Þröstur Ernir

Nóttin var verulega annasöm hjá lögreglunni á Akureyri vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið. Lögregla og björgunarsveitir þurftu að sinna mörgum útköllum vegna mikils hvassviðris. Talsvert tjón varð á nokkrum stöðum vegna lausamuna sem að fóru af stað en hlutir á borð við þakplötur, trampólín og knattspyrnumörk fuku af stað í vindinum. Búið er að aflýsa skólastarfi í Þelamerkurskóla vegna veðurs.

Enn er mjög hvasst úti og á facebook síðu lögreglunar hvetur hún fólk til að fara sérstaklega varlega ef það þarf að vera á ferðinni.

Veðurstofu Íslands segir að búast megi við hættulegum vindhviðum norðan og austan undir fjöllum á N-verðu landinu, jafnvel yfir 40 m/s, fram að hádegi í dag.


Nýjast