Dælubíll liðsins var kallaður út 01:33 aðfararnótt sunnudags vegna mikils vatnsleka í sumarbústaði, á meðan því var sinnt komu upp tveir neyðarflutningar. Slökkvilið Akureyrar var kallað út vegna umferðarslyss í Fnjóskadal um kl: 17:14 í gær (sunnudag). Dælubíll með björgunarklippur ásamt þremur sjúkrabílum voru sendir á staðinn. Þaðan voru þrír fluttir á slysadeild FSA.