Annað smit af Covid-19 veirunni á Norðurlandi eystra hefur verið staðfest. Smitin á svæðinu eru orðin tvö og eru 177 í sóttkví. Alls greindust 80 ný kórónuveirusmit á landinu síðasta sólarhringinn samkvæmt vefsíðunni covid.is. 330 hafa smitast af kórónuveirunni á Íslandi og eru 3.718 eru í sóttkví.