Andri Fannar Stefánsson, leikmaður 1. deildar liðs KA í knattspyrnu, hefur endurnýjað samning sinn við félagið til eins árs. Samningur Andra Fannars við KA átti að renna út um áramótin og samkvæmt heimildum fotbolta.net, mun meirihluti félaganna í Pepsi- deildinni hafa haft samband við Andra Fannar um hugsanleg félagaskipti. Andri mun hins vegar vera trúr sínu félagi og leikur því áfram með KA næsta sumar.