Andrea Ásgrímsdóttir var kjörinn kylfingur ársins fyrir árið 2009 hjá Golfklúbbi Akureyrar á Aðalfundi félagsins í Jaðri sl. fimmtudag. Andrea varð Íslandsmeistari kvenna 35 ára og eldri á árinu en það mót var haldið hér á Akureyri sl. sumar.
Andrea hefur sex sinnum orðið Akureyrarmeistari en hún hefur síðustu ár verið búsett erlendis og æft og stundað golf í Frakklandi. Andrea lauk golfkennaraprófi frá Golfkennaraskóla Íslands nú í vor.