Andrea Gylfa og SN saman í Hofi

Andrea Gylfadóttir.
Andrea Gylfadóttir.

Norðlenska söngdívan Andrea Gylfadóttir syngur smelli úr kvikmyndum á borð við Goldfinger, Smile og Calling You ásamt perlum frá farsælum söngferli hennar á tónleikunum Andrea Gylfadóttir og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Tónleikarnir fara fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þann 19. október.

Kjartan Valdemarsson útsetur lögin og stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Bandaríski saxafónleikarinn Phillip Doyle er sérstakur gestur kvöldsins en auk hans ganga menn á borð við Einar Scheving, Pálma Gunnarsson, Sif Tulinius og Kristján Edelstein til liðs við þau á þessum jazzskotnu sinfóníutónleikum. „Kvöld sem enginn tónlistarunnandi vill láta framhjá sér fara,“ segir í tilkynningu.

 

 


Nýjast