Nemendur við Háskólann á Akureyri eru ánægðastir allra nemenda opinberu háskólanna með gæði námsins við skóla sinn, en 91% þeirra eru mjög eða frekar ánægðir á meðan sambærilegt hlutfall við Háskóla Íslands er 87% og nokkuð lægra fyrir Landbúnaðarháskólann og Hólaskóla. Sama mynstur kemur fram hjá núverandi nemendum og þeim sem eru útskrifaðir. Þetta kemur fram í könnun sem Félagsvísindastofnun HÍ og Rannsóknarmiðstöð HA hafa gert.
Könnunin fyrir núverandi nemendur byggir á National Student Survey í Bretlandi og könnunin fyrir útskrifaða nemendur byggir á Destination of Leavers from Higher Education, en þetta gefur kost á alþjóðlegum samanburði þar sem sambærilegar kannanir eru gerðar m.a. í Bretlandi.
Ef skoðað er hvaða skólar ná svipuðum árangri í Bretlandi og Háskólinn á Akureyri, þ.e. að 91% nemenda séu ánægð, þá er það sambærilegt við niðurstöður fyrir háskólann í Exeter og Oxfordháskóla.
Nánar er fjallað um þetta mál í prentuútgáfu Vikudags