„Alvarlegt mál að Akureyrarbær hafi ekki húsnæði í boði fyrir framhaldsskólanemendur

Samkomuhúsið á Akureyri.
Samkomuhúsið á Akureyri.

„Mér finnst mjög alvarlegt mál að Akureyrarbær hafi ekki húsnæði í boði fyrir framhaldsskólanemendur til að setja upp leiksýningar,“ segir Pétur Guðjónsson viðburðastjóri á Akureyri. Eins og fjallað var um í síðasta blaði Vikudags verður ekkert af leiksýningum framhaldsskólanemanda MA og VMA í Samkomuhúsinu á Akureyri í vetur eins og verið hefur undanfarin ár. Ekki hafa náðst samningar milli stjórnenda menningarmála og leikfélaga skólanna vegna hárrar húsaleigu. Nánar er rætt við Pétur Guðjónsson um málið í prentútgáfu blaðsins.

 

-Vikudagur 28. janúar

Nýjast