Alvarleg staða í geðheilbrigðisþjónustu barna og unglinga

"Fullyrða má að geðheilbrigðisþjónusta barna- og unglinga á svæðinu sé í molum. Engin barna- og unglingageðdeild er rekin á vegum hins opinbera á Norður- og Austurlandi. Staðan er mjög alvarleg," skrifar Anna Kolbrún Árnadóttir á Akureyri í grein.

"Við Sjúkrahúsið á Akureyri var þar til fyrir tveimur árum starfrækt barna- og unglingageðdeild, starfsemin var aðallega rekin sem göngudeildarþjónusta og fór starfsemin vaxandi en vegna skipulagsbreytinga var deildin lögð niður. Hægt er að draga þá ályktun að það hafi aldrei verið raunverulegur áhugi fyrir slíkri deild þar sem fjármagn eyrnamerkt deildinni skilaði sér aldrei að fullu en var nýtt í aðra starfsemi Sjúkrahússins. Auk þess voru stöðuheimildir ekki nýttar til fullnustu þrátt fyrir augljósa þörf. Er þetta eðlilegt? Í dag er einn sjálfstætt starfandi barna- og unglingageðlæknir sem sinnir um það bil 500 einstaklingum á Norður- og Austurlandi á ári. Þörfin er brýn," skrifar Anna Kolbrún.

Lesa alla greinina

Nýjast