01. október, 2009 - 14:24
Fréttir
Á morgun föstudag hefst 31. þing Alþýðusambands Norðurlands. Það er haldið á Illugastöðum í Fnjóskadal og stendur
yfir fram á laugardag. Á dagskrá þingsins eru mörg áhugaverð mál, en aðalefni þingsins verða kjara-, velferðar- og
neytendamál.
Um 140 félagar frá stéttarfélögum á Norðurlandi eiga seturétt á þinginu, þar af á Eining-Iðja rétt á
að senda 78 fulltrúa á þingið. Þetta kemur fram á vef félagsins.