Alþjóðlegt skíðamót hefst

Í dag hófst TePe-Cup, alþjóðlegt skíðamót, í Hlíðarfjalli og stendur það til 18. desember. Keppt verður í svigi og stórsvigi í karla- og kvennaflokki en í dag var keppt í stórsvigi 10-14 ára. Sigurvegarar urðu Róbert Ingi Tómasson (SKA), Freydís Halla Einarsdóttir (Ármanni), Björn Ísak Benediktsson (SKA), Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir (Ólafsfirði), Kristinn Ingólfsson (SKA) og Alexía María Gestsdóttir (Ólafsfirði).

Þetta er í fyrsta skipti sem alþjóðlegt skíðamót er haldið á Akureyri fyrir áramót og er stefnan að það verði árlegur viðburður, segir í frétt á heimasíðu Skíðafélags Akureyrar. Þar eru skíðaáhugamenn einnig hvattir til að fjölmenna í Fjallið og hvetja keppendur. Þessa mynd tók Þórir Ó. Tryggvason af Hlíðarfjallinu í dag. Sjá www.skidi.is

Nýjast