Almannavarnanefnd Eyjafjarðar og Fjallabyggðar sameinist

Almannavarnanefnd Eyjafjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum að leggja til við aðildarsveitarfélög nefndarinnar að leitað verði eftir samkomulagi við Fjallabyggð um sameiningu almannavarnanefndar Eyjafjarðar og Fjallabyggðar þannig að ein almannavarnanefnd verði í umdæmi lögreglustjórans á Akureyri.  

Að fengnu samþykki sveitarfélaganna verði teknar upp viðræður við almannavarnanefnd Fjallabyggðar um sameiningu og gengið frá samkomulagi þar um. Að því búnu verði samkomulagið sent sveitarstjórnum til staðfestingar. Málið var til umræðu á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun, sem samþykkti sameiningu nefndanna fyrir sitt leyti. Það sama gerði sveitarstjórn Hörgárbyggðar á fundi sínum í gær.

Nýjast