Allt frítt á Amtsbókasafninu

Amtsbókasafnið á Akureyri fagnar 180 ára afmæli á morgun, miðvikudag, en það var stofnað 25. apríl árið 1827 af Grími Jónssyni, amtmanni á Möðruvöllum, með dyggum stuðningi frá ýmsum mætum mönnum hérlendis og í Danmörku. Í tilefni þessara tímamóta verður ýmislegt góðgæti að finna á safninu á afmælisdaginn, dagurinn verður sektarlaus og allt frítt, myndir, tónlist, margmiðlun og fleira. Á þessum 180 árum hefur margt breyst nema það að enn þann dag í dag er Amtsbókasafnið ein mikilvægasta og virtasta menn­ingar­stofnunin á Akureyri. Fleiri viðburðir eru fyrirhugaðir síðar á afmælisárinu.

Nýjast