Allt að 24 stiga hiti norðaustanlands

Húsavík
Húsavík

Í dag er spáð suðlægri átt, 5-10 m/s og víða dálítilli rigningu eða súld, en bjart með köflum Norðaustanlands.

Í veðurspá Veðurstofu Íslands segir að mjög hlýtt loft streymi nú yfir landið og gæti hiti náð allt að 24 stigum norðaustanlands.

Á morgun er spáð sunnan 8-13 m/s og rigningu á vestanverðu landinu, en mun hægara og bjartviðri eystra. Hiti víða 10 til 16 stig, en yfir 20 stigum norðaustan til.


Athugasemdir

Nýjast