29. apríl, 2010 - 16:39
Fréttir
Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í morgun að efna til sérstaks átaks í viðhaldi mannvirkja í eigu
sveitarfélagsins. Mikilvægt er að hafist verði handa við viðhald stúku á Akureyrarvelli samkvæmt fyrirliggjandi áætlun og að
jafnframt verði ráðist í viðgerðir á girðingu Listigarðsins.
Að öðru leyti er stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar og framkvæmdaráði falin umsjón með átakinu. Allt að 200 milljónum
króna verði veitt til verkefnisins á þremur árum, þar af verði 50 milljónum króna varið til þess á þessu ári og er
upphæðinni vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.