Allt á floti á Hömrum

"Ég hef aldrei séð jafn mikinn snjó hér á svæðinu á þessum árstíma," segir Tryggvi. Mynd/Þröstur Ernir

„Grasið sem komið er undan snjónum lítur ágætlega út og virðist ekki vera neitt kal. En það er ennþá töluverður snjór uppi á Hömrum og mjög mikil bleyta, bæði þar og á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti,“ segir Tryggvi Marinósson forstöðumaður tjaldsvæðanna á Akureyri. Hann segir bleytuna á tjaldsvæðunum aldrei hafa verið meiri en nú á þessum árstíma. „Það er allt á floti og varla hægt að ganga þarna um," segir Tryggvi.

throstur@vikudagur.is

Nánar er fjallað um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast