Alls bíða 26 manns eftir búsetu með þjónustu fyrir fatlaða

Alls bíða 26 manns eftir búsetu með þjónustu fyrir fatlaða á Akureyri. Á biðlista eftir húsnæði sem sérstaklega er ætlað geðfötluðum eru 9 einstaklingar, þar af eru 4 sem bíða eftir úrræði fyrir einstaklinga með geðfötlun og viðvarandi vímuefnavanda, 3 bíða eftir þjónustukjarna og 2 eftir áfangaheimili.  

Þá bíða 17 einstaklingar með þroskahömlun eftir búsetu, þar af 4 yngri en 18 ára. Þörf þessara 17 fyrir þjónustu og húsnæði er mismunandi en a.m.k. fjórir þurfa á sérhönnuðu húsnæði að halda vegna líkamlegrar fötlunar  Ljóst er að þjónustuþörf hluta hópsins er mjög umfangsmikil. Staða þessara mála var kynnt á fundi félagsmálaráðs í vikunni og í bókun ráðsins kemur fram að halda þurfi áfram að leita allra leiða til að mæta þörfum umsækjenda.

Nýjast