Alls bárust 1346 umsóknir um skólavist á vorönn í VMA

Um 230 nýjar umsóknir bárust um skólavist á vorönn í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Alls bárust 1346 umsóknir um skólavist á vorönninni, þar af 1115 umsóknir frá nemendum voru fyrir í skólanum á haustönn. Alls var 103 umsóknum hafnað og eiga því 1.243 nemendur skólavist á vorönn 2010.  

Á vorönn 2009 hófu rúmlega 1300 nemendur nám í VMA og í fjarnámi á haustönn 2009 eru 475 nemendur í 125 nemendaígildum. Umsóknir fyrir vorönnina í fjarnámi liggja ekki fyrir en nemendaígildum verður fækkað niður í 80-90 ígildi. Mest hefur fjarnámið verið tæp 170 ígildi og þá voru nemendur rúmlega 700.

Nýjast