Allir öruggir heim

Leikskólakrakkar á Pálmholti voru ánægð með endurskinsvestin.
Leikskólakrakkar á Pálmholti voru ánægð með endurskinsvestin.

Síðustu daga hefur Slysavarnadeildin á Akureyri heimsótt leikskóla bæjarins og fært þeim endurskinsvesti að gjöf. Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við Neyðarlínuna og fjölmörg fyrirtæki í landinu, stendur fyrir verkefni undir heitinu „Allir öruggir heim“ og er gjöfin hluti af því verkefni.  Vestin eru af vandaðri gerð og merkt neyðarnúmerinu 112 og heiti átaksins á baki.

 

Nýjast